Skilaréttur

Skilaréttur hjá Loppuvinum

Við hjá Loppuvinum viljum tryggja að þú sért ánægð/ur með vörurnar þínar. Ef þú ert ekki fullkomlega sátt/ur með kaupin hefur þú rétt á að skila vörunni innan 14 daga frá móttöku sendingar.

  • 14 daga skilafrestur byrjar þegar varan er afhent skráðum viðtakanda.
  • Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi/umbúðum, ónotuð, óopnuð og í söluhæfu ástandi svo hægt sé að óska eftir endurgreiðslu eða skiptum í aðra vöru. Skilaréttur er ekki í boði ef varan hefur verið opnuð og hún telst ekki hæf til endursölu (t.d. í tilfelli þar sem fóður hefur verið opnað og notað). ATH! sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur.
  • Greiðslukvittun þarf að fylgja með sendingunni.
  • Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda, nema hann hafi fengið ranga eða gallaða vöru afhenta.
  • Ef skilareglur eru ekki uppfylltar áskilja Loppuvinir sér rétt til að hafna vöruskilum.
  • Til að nýta skilaréttinn, hafðu samband við okkur á loppuvinir@loppuvinir.is eða í síma 6622370 og við munum leiðbeina þér hvernig hægt sé að skila eða skipta út vörunni.
  • Við mælum með að þú hafir samband við okkur eins fljótt og mögulegt er ef þú vilt skila eða skipta út vöru fyrir aðra.