Um Loppuvini
Loppuvinir er lítið fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað vegna tveggja hunda og endalausri leit að rétta fóðrinu. Við eigendur Loppuvina eigum tvær Miniature Schnauzer-tíkur sem hafa mikið ofnæmi og eru mjög vandlát á fóður. Við prófuðum ótal tegundir af fóðri í leit að einhverju sem myndi henta þeim báðum, en alltaf var eitthvað sem olli þeim óþægindum, annað hvort fékk önnur ofnæmiseinkenni eða þær vildu einfaldlega ekki borða fóðrið. Að finna rétt fóður var ekki bara tímafrekt heldur líka dýrt. Markmið okkar var að finna fóður sem þær gætu báðar verið á, sem olli þeim engum ofnæmiseinkennum og þeim líkaði vel við. Eftir langa leit fundum við McAdams og Tribal – vörumerki sem innihalda engin aukaefni, aðeins hreint hágæða prótein og næringarríkt hráefni. Við prófuðum báðar tegundir og þær hámuðu fóðrið í sig! Það sem meira er, ofnæmiseinkenni þeirra hafa horfið, feldurinn glansar, meltingin er frábær, orkan meiri og þær borða fóðrið með bestu lyst. Þegar við sáum hversu mikinn mun þetta gerði fyrir okkar hunda, langaði okkur að deila okkar frábæru upplifun með öðrum hundaeigendum sem standa frammi fyrir sömu áskorunum. Þannig urðu Loppuvinir að veruleika – til að hjálpa fleiri hundaeigendum að finna fyrsta flokks fóður sem hentar hundunum þeirra og stuðlar að betri heilsu. Við sjáum alls ekki eftir því að borga örlítið meira fyrir gæðafóður sem hundarnir elska og líða vel af – og við vonum að fleiri hundar og eigendur fái að njóta þess sama! Stofnað af hundaeigendum, fyrir hundaeigendur